Eftirfarandi er ályktun stjórnar Félags íslenskra atvinnuflugmanna í tilefni þess að að Flugmálastjórn Íslands neyddi veikan flugumferðarstjóra til að vinna við flugumferðarstjórn.
Ályktunina er að finna á heimasíðu FÍA http://www.fia.is/

Í kjölfar frétta í gær og dag vill stjórn FÍA lýsa áhyggjum sínum yfir þeirri stöðu sem komin er upp í Flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík þegar flugumferðarstjóri sem tilkynnir sig veikann er neyddur til að mæta til vinnu. Stjórnin átelur slík vinnubrögð og bendir á að slíkt er bein ógnun við flugöryggi.


01.08.06 | OTS | ritari@fia.is