Nú liggur fyrir að ráðgerður vinnufundur Eurocontrol með flugumferðarstjórum í flugstjórnarmiðstöðinni] verður haldinn 10- 12 otóber n.k. á Hótel Rangá. Vinnufundurinn er öllum opinn  (þ.e. þeim sem að máli þessu koma). Gert er ráð fyrir að lagt verði af stað með rútu kl. 0900 þriðjudaginn 10. október frá Flugmálastjórn og frá Hótel Rangá verði síðan lagt af stað í bæinn aftur kl. 1330 fimmtudaginn 12. október þannig að þetta verður töluverð törn fyrir þá sem taka þátt. Tiltekið er að fyrir fæði og gistingu verður greitt af Flugmálastjórn.

Samkvæmt upplýsingum Eurocontrol er hæfilegur fjöldi á fundi sem þessum talinn vera um 20 manns. Þetta þýðir að takmarka verður þáttöku með einhverjum hætti ef áhugi reynist mikill. Tek ég það óvinsæla hlutverk að mér og mun ég miða við að ná fram sem breiðastri þátttöku starfsmanna, ef nota má það vonda orðalag. Viðmið mín verða aldur, starfsaldur, fjölskylduhagir og staða ásamt því að taka verður tillit til þarfa stjórnar FÍF, trúnaðarmanns og yfirstjórnar Flugumferðarsviðs og starfsmannahalds.

Vil ég hér með bjóða öllum sem áhuga hafa að skrá sig til þátttöku á þessum mjög svo þýðingarmikla vinnufundi. Líkur eru á að hann geti skipt miklu máli fyrir starfsaðstæður ykkar í framtíðinni. Vinsamlegast sendið beiðni um þátttöku á netfangið: johann.gudmundsson@sam.stjr.is. Eftirfarandi þarf að taka fram, en ég ítreka að þessar upplýsingar verða aðeins og eingöngu notaðar ef takmarka þarf fjölda:

a. Nafn
b. Aldur
c. Starfsaldur
d. Fjölskylduhagir
e. Stöðu þ.m.t. innan FÍF og trúnaðarm.

Senda þarf inn beiðni um þátttöku fyrir kl. 1400 n.k. föstudag á netfang mitt johann.gudmundsson@sam.stjr.is.

Í meðfylgjandi tveimur skjölum Eurocontrol er annars vegar upplegg Eurocontol fyrir allt verkefnið þ.e. lokaútfærsla skjalsins sem afhent var í drögunum á sameiginlega fundinum um daginn og síðan drög að dagskrá vinnufundarins. Held ég að þessi rit skýri sig sjálf en tiltek að dagskrá vinnufundarins getur eitthvað breyst þ.e. fyrst og fremst skipting milli daga því einhverjar breytingar á fundartíma urðu eftir að ég fékk hana. Einnig vil ég taka fram að fátt er sagt um matar- og kaffitíma en auðvitað koma þeir þarna inn á réttum stöðum. Þið athugið að þeir Eurocontrol menn bjóða með sér tveimur sérfræðingum þ.e. félögunum Finn Quist Andersen (ATS Data Design Rep frá DK) og Erik Hirschfeld, Dept. Head of OPS Malmö ACC

Með kveðju og gangi ykkur vel
Jóhann Guðmundsson, samgönguráðuneytinu 

Flugmálastjórn hefur staðfest að þeir starfsmenn sem þátt taka í vinnufundinum í frítíma sínum, þ.e. hafa ekki verið leystir af vöktum, fái 8 klst. fyrir fyrri tvo dagana og 4 klst fyrir þriðja daginn bætt við orlofsinneign sína.
Loftur