Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra, IFATCA, hafa sent forsætisráðherra bréf þar sem þau gagnrýna vanhugsaða framkvæmd breytinga á Flugmálastjórn Íslands. Marc Baumgartner gagnrýnir m.a. vanhugsaðan lagaramma um meðhöndlun á réttindum starfsmanna við hlutafélagavæðingu. Sérstaklega gagnrýnir hann skerðingu á lífeyrisréttindum flugumferðarstjóra.