Félagsfundur í FÍF 28.12.2006

 

Félagsfundur í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra vísar til yfirtöku Flugstoða ohf. á hluta starfsemi Flugmálastjórnar Íslands sbr. lög nr. 102/2006 um stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands.

Hafi hagsmunir félagsmanna vegna fyrrgreindrar yfirtöku/aðilaskipta, að mati félagsins ekki verið tryggðir fyrir árslok 2006, samþykkir fundurinn í samræmi við 11. gr. laga FÍF, sbr. einnig 16., 33. og 34. gr. laganna, að félagið styrki þá félagsmenn FÍF sem ekki hafa ráðið sig til Flugstoða og ekki eiga rétt á biðlaunum og verða launalausir vegna þessa í febrúar og mars 2007, og verði styrkirnir greiddir út 1. mars og 1. apríl 2007. Styrkir þessir skulu nema fullum launum sem tapast, án aukavinnu, í febrúar og mars 2007. Styrkir þessir koma til viðbótar þeim styrk sem samþykkt var að greiða félagsmönnum á félagsfundi 29. nóvember sl.

Fundurinn felur stjórn félagsins að ganga frá fjármögnun vegna þessa og heimilar að eignir félagsins séu veðsettar til tryggingar láni eða seldar ef með þarf