Auk félaga opinberra starfsmanna eiga sambönd og félög starfsmanna fyrirtækja og stofnana sem starfa í almannaþágu rétt til aðildar að BSRB.
Á skrifstofu BSRB starfa 10 starfsmenn sem annast ýmis störf fyrir samtökin og aðildarfélög þess. Meðal þess sem skrifstofan annast er hagfræðiþjónusta og lögfræðiþjónusta við félögin. Þá gefur bandalagið út BSRB-tíðindi og miðlar upplýsingum í formi upplýsingablaða til félaganna. Auk þess sér skrifstofan um alhliða upplýsingaþjónustu við félagsmenn í aðildarfélögum BSRB, svo sem upplýsingar um réttindi og kjör, samninga og ýmislegt fleira.
Eins og fram kom á síðasta félagsfundi hefur stjórn FÍF verið að skoða hugsanlega aðild félagsins að BSRB. Félagar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér hvað felst í aðild að sambandinu og þá aðstöðu sem byggð hefur verið upp í húsi sambandsins á Grettisgötu 89.