Skömmu áður en kjörgögn verða send til félagsmanna verður sendur
tölvupóstur þar sem fram kemur hverjir hafa lýst yfir áhuga á að starfa
fyrir félagið. Þeir sem vilja að nafn sitt komi fram í þeim pósti eru
beðnir að senda línu til stefan@iceatca.com fyrir 8. febrúar.
Það skal enn tekið fram að allir félagsmenn eru í kjöri. Atkvæðagreiðsla
verður með hefðbundnu sniði, kjörkassar verða í flugstjórn og í Keflavík
og kjörgögn verða send á vinnustaði. Hægt er að kjósa frá því að kjörgögn
berast og fram að aðalfundi. Þess vegna er mikilvægt fyrir þá sem hyggja á
framboð að koma því á framfæri áður en kjörgögn verða send.