Það barst áskorun til stjórnar og trúnaðarráðs FÍF frá félagsfundi FÍF sem haldin var 22. maí 2008. Áskorunin er svohljóðandi:
Áskorun félagsfundar í FÍF 22. maí 2008.
Samningar Félags íslenskra flugumferðarstjóra hafa verið lausir frá því í lok febrúar síðastliðinn. Samningaviðræður FÍF og Flugstoða/SA/ríkisins hafa hingað til verið árangurslausar. Félagsfundur í FÍF skorar á stjórn og trúnaðarráð félagsins að hefja þegar í stað undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir til að knýja á um framgang kjaramarkmiða félagsins.
Þessi ályktun var samþykkt samhljóða. Trúnaðarráð hefur verið boðað á fund 26. maí 2008 þar sem farið verður yfir stöðu kjaraviðræðna og undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir í samræmi við fyrrgreinda ályktun.
Kjaradeilan er nú stödd hjá ríkissáttasemjara og hafa farið fram fjórir fundir undir hans stjórn. Næsti fundur er á dagskrá 27. maí 2008. Lítið hefur miðað í samkomulagsátt frá því að viðræður hófust í janúar og var því deilunni vísað í sameiningu til ríkissáttasemjara. Það hefur komið tilboð frá SA/Flugstoðum sem samninganefnd FÍF hefur ekki talið gefa grundvöll til samninga. Staða viðræðnanna var rædd á félagsfundinum 21. maí og í kjölfar þess barst ályktunin.