Eftir maraþon fund sem hófst kl. 10:00 á fimmtudagsmorgun (26. júní) var skrifað undir kjarasamning um kl.  09:20 á föstudagsmorgun.


Megin atriði samnings:


Grunnlaun hækka um 4,75% frá 1. júní 2008 og 3,0% þann 1. febrúar 2009.


Frá 1. september greiðist sérstakt kennsluálag, 3% af grunnlaunum til flugumferðarstjóra með þriggja ára starfsaldur sem fara á OJI námskeið og skuldbinda sig til nemaþjálfunar þegar þess er þörf.
Samningur Flugstoða og FÍF frá 3. janúar 2007 um lífeyrismál nái til flugumferðarstjóra sem ráðnir verða til Flugstoða á gildistíma samningsins.


Greiðslur í fjölskyldu- og styrktarsjóði á samningstímanum taki sömu breytingum og í samningum BSRB og ríkisins.


Vinnuveitendur greiði 0,13% iðgjald í Endurhæfingarsjóð.


Upplýsingar um ástæður uppsagna í samræmi við ákvæði í samningum ASÍ og SA