Opinn fundur verður haldinn á vegum BSRB í dag, miðvikudaginn 12. nóvember, kl. 16:00 – 17:30 í BSRB – húsinu Grettisgötu 89. Á fundinum verður fjallað um hvernig Færeyingar og Finnar brugðust við efnahagsþrengingum á borð við þær sem Íslendingar upplifa nú. Framsögu hafa Gunvør Balle sendiherra Færeyja á Íslandi og Sigurbjörg Árnadóttir framkvæmdastjóri. Fundarstjóri verður Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri BSRB.