Opinn fundur verður haldinn á vegum BSRB á morgun, fimmtudaginn 20. nóvember, kl. 16:30 – 18:00 í BSRB – húsinu Grettisgötu 89. Á fundinum verður fjallað um kosti og galla verðtryggingar og hvort æskilegt sé að afnema hana tímabundið eða til langframa. Framsögu hafa Ingólfur H. Ingólfsson félagsfræðingur og Pétur H. Blöndal alþingismaður. Fundarstjóri er Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri BSRB .
Að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir spurningar úr sal