Opinn fundur verður á vegum BSRB fimmtudaginn 11. desember kl. 16:30 – 18:00 í BSRB – húsinu Grettisgötu 89. Yfirskrift fundarins er „Vinnumarkaðurinn og atvinnuhorfur framundan.“ Framsögur hafa Gylfi Dalmann dósent við Háskóla Íslands og Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar.
Á fundinum verður fjallað um sérkenni íslenska vinnumarkaðarins og úrræði fyrir þá sem standa frammi fyrir atvinnumissi.
Fundarstjóri verður Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri BSRB.
Að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir fyrirspurnir úr sal.
Sjá heimasíðu BSRB