Í október býður Endurmenntun Háskóla Íslands upp á námskeið um alþjóðareglur í flug og innleiðingu þeirra hér á landi. Á námskeiðinu verður farið yfir uppruna alþjóðareglna í flugi á vettvangi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), innleiðingu þeirra hér á landi og þróun á þessu sviði með EES samningnum og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA).
Námskeiðið er í höndum Karls Alvarssonar, lögfræðings hjá Isavia og fyrrverandi flugumferðarstjóra.