ITF gagnrýnir hótanir um lagasetningu
Hér er afrit af bréfi ITF til ríkisstjórnarinnar þar sem hugmyndir um lagasetningu á verkföll flugumferðarstjóra eru harðlega gagnrýndar. Samningafundur stendur enn.
Hér er afrit af bréfi ITF til ríkisstjórnarinnar þar sem hugmyndir um lagasetningu á verkföll flugumferðarstjóra eru harðlega gagnrýndar. Samningafundur stendur enn.
Samningafundur hófst kl 14:30 hjá sáttasemjara.
Næsti fundur hefur ekki verið boðaður en aðilar eru að ræða saman.
Stjórn og samninganefnd hefur ákveðið að aflýsa 2 næstu verkföllum þ.e. í fyrramálið 12. mars og mánudaginn 15. mars. Ástæðan var yfirvofandi lög á boðuð verkföll flugumferðarstjóra.
Samningafundi FÍF og SA fyrir hönd Flugstoða ohf og Keflavíkurflugvallar ohf. (Flug-Kef ohf) var slitið rétt í þessu. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður.
Samningafundi var slitið á 3ja tímanum í dag. Næsti fundur hefur verið boðaður klukkan 11:00 á morgun.
Verkfalli FÍF lauk núna rétt í þessu, eða klukan 11:00. Félagið hefur þrisvar áður boðað verkföll og tvisvar byrjuðu verkföll sem síðan voru blásin af þar sem samningar voru undirritaðir. Þetta er því fyrsta verkfall í [...]
Samningafundi var slitið núna rétt í þessu eða klukkan 18:50 án niðurstöðu. Næsti fundur hefur verið boðaður á morgun 10. mars klukkan 13:00.
Steingrímur Aðalsteinsson hefur tekið við af Sigurði Hólmari Jóhannessyni í orlofshúsanefnd.
Félagsfundur verður haldinn í salnum í BSRB húsinu að Grettisgötu 89 mánudaginn 8. mars og hefst hann klukkan 16:00. Félagsmenn fjölmennið. Dagskrá: Greiðslur úr félagssjóði vegna launamissis í verkföllum. Önnur mál. (Samningafundur hefur verið boðaður klukkan 10:00 [...]