Félag íslenskra flugumferðarstjóra leggur mikið upp úr því að tryggja öryggi persónuupplýsinga félagsmanna sinna og annarra sem tengjast starfseminni. Öll meðferð persónuupplýsinga innan félagsins skal vera í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Stefna FÍF er að unnið sé með eins lítið af persónugreinanlegum upplýsingum og mögulegt er til að geta veitt þá þjónustu sem félagið veitir félagsmönnum.
Persónuupplýsingar verða ekki notaðar í neinum öðrum tilgangi en þeirra er aflað.
Þegar notendur heimsækja vefsvæði FÍF kann félagið að safna tæknilegum upplýsingum um notkun þeirra, t.d. um tegund vafra, hvaða vefsíður notendur heimsækja á vefnum, tímann sem notendur verja á vefnum o.s.frv. Í þeim tilvikum sem persónuupplýsingar eru skráðar skuldbindum við okkur til að varðveita þær upplýsingar á öruggan hátt.
Allir félagsmenn FÍF eru á póstlista félagsins. Aðgangi að persónuupplýsingum er stjórnað með lykilorði og einungis þeir sem á þurfa að halda hafa aðgang að póstlistakerfinu.
Upplýsingar sem sendar eru af vefsíðu félagsins, s.s. umsókn um aðild að félaginu eða beiðni um útfararstyrk, eru sendar með tölvupósti til stjórnar félagsins og afrit vistað í vefkerfi þess. Einungis stjórn og vefstjóri hafa aðgang að upplýsingunum. Afriti í vefkerfi félagsins er sjálfkrafa eytt eftir 365 daga.
Upplýsingar um félagsmenn eru aðgengilegar á innri vef félagsins. Þar eru upplýsingar um nafn, netfang, farsímanúmer, starfsstöð og fyrstu réttindi birtar ásamt mynd af félagsmönnum. Allir félagar hafa aðgang að þessum upplýsingum.