Öryggisnefnd skal skipuð einum fulltrúa frá Akureyrarturni/aðflugi, tveimur fulltrúum frá Flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík, tveimur frá Keflavíkurturni/aðflugi og einum frá Reykjavíkurturni. Öryggisnefndin getur kallað til fleiri fulltrúa fá einstökum starfstöðvum þegar veigamikil mál snúa sérstaklega að viðkomandi starfstöð.
Hlutverk nefndarinnar er að vinna að bættu flugöryggi, benda á það sem áfátt kann að vera og gera tillögur til úrbóta þar sem það á við. Þetta á meðal annars við um reglur, starfsaðferðir og vinnuumhverfi flugumferðarstjóra.
Nefndin kemur athugasemdum sínum á framfæri við þá er málið varðar. Tillögur til úrbóta skal nefndin kynna stjórn og trúnaðarmönnum og afhenda vefstjóra til birtingar. Félagsmenn skulu kynna sér vel tillögur nefndarinnar í öryggisátt.
Netfang öryggisnefndar FÍF er safety@iceatca.com.
Formaður öryggisnefndar FÍF er Skúli Björn Thorarensen.