Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) var stofnað þann 4. október 1955. Síðan þá hefur félagið verið stéttar- og hagsmunafélag allra starfandi flugumferðarstjóra á Íslandi.
Flugumferðarstjórar starfa á 3 stöðum á landinu í 4 vinnustöðum sem eru, flugstjórn og aðflug í Reykjavík, flugturninn í Reykjavík, flugturninn í Keflavík og flugturninn á Akureyri.
