Aðild að Félagi íslenskra flugumferðarstjóra er skilgrein í lögum félagsins. Hér fyrir neðan má sjá tvær greinar úr lögunum.

3. grein

Rétt til aðildar að félaginu hafa allir sem öðlast hafa réttindi flugumferðarstjóra og eru starfandi sem slíkir eða vinna við önnur störf vegna þekkingar sinnar sem flugumferðarstjórar. Félagsmenn sem láta af störfum fyrir aldurs sakir eða af heilsufarsástæðum og þeir sem eru í tímabundnu leyfi frá störfum njóta áfram annarra félagsréttinda en kosningaréttar og kjörgengis, enda greiði þeir ekki félagsgjöld. Ef félagsmaður hættir störfum af öðrum ástæðum missir hann félagsréttindi, nema honum hafi verið vikið frá eða sagt upp starfi af ástæðu sem stjórn félagsins getur ekki fallist á.

Þeir sem eru starfandi á vinnumarkaði en taka ekki laun samkvæmt kjarasamningi félagsins, njóta ekki félagsréttinda í FÍF, enda greiði þeir ekki til félagsins.

Nemar í flugumferðarstjórn hjá þeim fyrirtækjum/stofnunum sem félagið gerir kjarasamninga við skulu hafa rétt til aðildar að félaginu frá og með þeim tíma að þeir hefja verklega starfsþjálfun (on the job training) til fyrstu réttinda flugumferðarstjóra og á meðan sú þjálfun stendur yfir. Aðild þeirra tekur til allra réttinda og skyldna annarra en kosningaréttar og kjörgengis. Félagsgjöld nema skulu vera þau sömu og hjá flugumferðarstjórum samanber 7. grein (1% af öllum launum sem flugumferðarstjórar). Við fyrstu starfsréttindi fer um aðild þeirra samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar.

Þeir sem ráðnir eru með sérsamningum sem brjóta í bága við lög þessi, samninga eða samþykktir félagsins geta ekki orðið félagar. Það sama gildir um þá utanfélagsmenn sem ganga í störf félagsmanna í kjaradeilu.

Ágreiningsmálum sem rísa varðandi grein þessa, má vísa til trúnaðarráðs FÍF.

4. grein

Inntökubeiðni í félagið skal vera skrifleg og skilað til stjórnar; umsókn má einnig senda í tölvupósti. Stjórnin samþykkir eða synjar um inngöngu. Synjun inngöngu skal borin undir næsta félagsfund sem úrskurðar um réttmæti hennar. Kynna skal nýja félagsmenn á næsta félagsfundi eftir inngöngu

Umsókn um aðild

Til þess að sækja um aðild að FÍF, vinsamlega fylltu út formið hér fyrir neðan.

    Vinsamlega fyllið inn í alla stjörnumerkta reiti.

    Nafn*

    Kennitala*

    Einkennisstafir*

    Farsími*

    Vinnunetfang*

    Vinnustaður*

    Sótt um*

    Dagsetning fyrstu réttinda

    Mynd fyrir félagatal

    Annað